ÖBÍ veitir árlega sérstaka styrki til ýmissa hagnýtra verkefna sem tengjast hagsmunum fatlaðs fólks og öryrkja í samræmi við málefni, markmið og/eða stefnu ÖBÍ. Verkefni sem varða einstök aðildarfélög ÖBÍ falla ekki hér undir.
- Með umsókn skal fylgja fjárhags- og verkefnaáætlun með tímasetningum.
- Stjórn ÖBÍ tekur ákvörðun um styrkveitingar.
- Nöfn styrkþega verða birt á heimasíðu ÖBÍ þegar úthlutun hefur farið fram.
- Hér má finna reglur um úthlutun sérstakra styrkja ÖBÍ og verklag við úthlutun þeirra.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk á skrifstofu ÖBÍ – netfang: mottaka@obi.is eða í síma 530-6700.