Skip to main content
Frétt

Samráð um áherslur Íslands í mannréttindaráði SÞ

By 14. febrúar 2025febrúar 21st, 2025No Comments
Fjöldi fólks situr í hringlaga fundarsal Mannréttindaráðsins í Genf undir litríkri, þrívíðri loftskreytingu eftir spænska listamanninn Miquel Barceló. Loftlistaverkið einkennist af sterkum bláum, gulum, rauðum og grænum litum sem mynda dropasteinslíka áferð. Formin minna á sjávaröldur, kóralrif og náttúrleg mynstur. Með síbreytilegu ljósi í salnum taka litirnir á sig ný form eftir sjónarhorni og birtuskilyrðum, sem gefur því lifandi og síbreytilegan karakter. Listaverkið er oft túlkað sem tákn um marghliða sjónarmið og fjölbreytileika heimsins, sem passar vel við tilgang Mannréttindaráðsins.

Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og utanríkisráðuneytið stóðu fyrir vel sóttum samráðsfundi með íslenskum félagasamtökum í Mannréttindahúsinu í dag. Tilgangur fundarins var að hafa samráð við félagasamtök vegna setu Íslands í mannréttindaráði SÞ.

Ísland tók sæti í mannréttindaráðinu um áramótin og mun sitja þar út árið 2027. Einar Gunnarsson, fastafulltrúi Íslands gagnvart SÞ í Genf, tók þátt á fundinum auk fulltrúum frá ráðuneytinu og stýrihópi Stjórnarráðsins um mannréttindi.

Stjórnvöld hafa birt áherslur sínar á meðan setu í ráðinu stendur. Sjá nánar á Stjórnarráðið | Seta Íslands í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.  ÖBÍ réttindasamtök fagna því sem fram kemur um að Ísland muni vinna að því að tryggja réttindi fatlaðs fólks á alþjóðavísu. Einnig því að til standi að lögfesta samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks hér á landi.

Einar Gunnarsson í pontu og hluti fundargesta horfir á hann. Á tjaldi er mynd af ungri manneskju að valhoppa á máluðum regnbogafána á götu.

Frá samráðsfundinum. Mynd: ÖBÍ / Þórgnýr