
Mynd: © Law for Palestine [.org]
Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og utanríkisráðuneytið stóðu fyrir vel sóttum samráðsfundi með íslenskum félagasamtökum í Mannréttindahúsinu í dag. Tilgangur fundarins var að hafa samráð við félagasamtök vegna setu Íslands í mannréttindaráði SÞ.
Ísland tók sæti í mannréttindaráðinu um áramótin og mun sitja þar út árið 2027. Einar Gunnarsson, fastafulltrúi Íslands gagnvart SÞ í Genf, tók þátt á fundinum auk fulltrúum frá ráðuneytinu og stýrihópi Stjórnarráðsins um mannréttindi.
Stjórnvöld hafa birt áherslur sínar á meðan setu í ráðinu stendur. Sjá nánar á Stjórnarráðið | Seta Íslands í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. ÖBÍ réttindasamtök fagna því sem fram kemur um að Ísland muni vinna að því að tryggja réttindi fatlaðs fólks á alþjóðavísu. Einnig því að til standi að lögfesta samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks hér á landi.

Frá samráðsfundinum. Mynd: ÖBÍ / Þórgnýr