Skip to main content
Frétt

Rýnt í hlutverk sveitarfélaganna

ÖBÍ réttindasamtök stóðu fyrir fróðlegu námskeiði um hlutverk sveitarfélaga í dag. Námskeiðið, Af hverju sveitarfélög? Þjónusta í nærumhverfi, er hluti af fræðsluröð ÖBÍ fyrir aðildarfélög.

Námskeiðið var vel sótt og fræddist þar fjöldi félagsfólks aðildarfélaga auk starfsfólks ÖBÍ um allt það sem viðkemur sveitarfélögum landsins.

Fjallað var um skil milli ríkis og sveitarfélaga hvað varðar málaflokka og þjónustu, helstu verkefni (lögmælt og önnur), fyrirkomulag þjónustu, kæruleiðir, notendasjónarmið og samspil við hagsmunagæslu. Einnig var Sveitastjórnarskólinn kynntur.

Leiðbeinendur:

  • Helga María Pálsdóttir  sviðstjóri Stjórnssýslusviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga
  • María Ingibjörg Kristjánsdóttir sérfræðingur á stjórnsýslusviði
  • Freyja Sigurgeirsdóttir  lögfræðingur  á stjórnsýslusviði
  • Valgerður Rún Benediktsdóttir  yfirlögfræðingur Sambands íslenskra sveitarfélaga