Ferðabæklingarnir leggja áherslu á að allir á Íslandi geti lifað góðu og mannsæmandi lífi, ekki vera dregin í dilka sem heilbrigður eða óheilbrigður, ungur eða gamall. Allir geta lent í því að missa getu sína fyrirvaralaust, sem á ekki að gera viðkomandi að minni manneskju. Hópurinn ítrekar að það að upplifa ekki mannvirðingu, að eiga ekki rétt til jafns við aðra, sé fráleitt.
Forsprakki þessa verkefnis er Maríanna Vilbergs Hafsteinsdóttir. Hópurinn ætlar að fara á handaflinu einu saman að Skógafossi og áætlað er að ljúka ferðinni þar, 25. ágúst n.k.
Þegar hópurinn kemur að Skógafossi ætlar hann að skríða upp á útsýnispallinn við topp Skógafoss. Þar verður kveikt á kertum til að heiðra minningu þeirra sem farnir eru vegna mistaka eða skorts á aðstoð frá kerfinu.
Maríanna er með MS, og á vegna hans erfitt með tal, sjón og jafnvægi og er lömuð neðan mittis. Hún fer þennan leiðangur til heiðurs frænku sinni, Sigríði Ósk, sem lést nú nýlega.
Ferðabæklingana má finna á Facebook undir Krefjumst betri kjara, áfram við, öll sem eitt.