Skip to main content
AðgengiFrétt

Rampur númer 800 vígður á Egilsstöðum

Rampur númer 800 í verkefninu Römpum upp Ísland vígður á Egilsstöðum.

Römpum upp Ísland vígði ramp númer 800 við Hótel Berjaya á Egilsstöðum í hádeginu að viðstöddum Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra og Sigurði Inga Jóhannssyni innviðaráðherra auk Margrétar Lilju Aðalsteinsdóttur, formanns Sjálfsbjargar.

Upphaflega var markmið verkefnisins að koma upp 1.000 römpum hér á landi á fjórum árum. Nú er útlit fyrir að það markmið náist á ekki nema 18 mánuðum, vel á undan áætlun eins og Haraldur Þorleifsson, forsprakki verkefnisins, bendir á:

Ráðherrarnir þrír tjáðu sig um verkefnið við vígsluna og sagði Katrín um gott verkefni að ræða, með þessu sé aðgengi bætt fyrir alla. Hún þakkaði Haraldi fyrir sína vinnu. Bjarni nefndi í sinni ræðu að sveitarfélög hafi unnið vel með aðstandendum verkefnisins og að mikilvægt sé að virða mannréttindi allra. Sigurður Ingi færði aðstandendum verkefnisins sömuleiðis kærar þakkir.