Skip to main content
Frétt

Óska hugmynda um bætta þjónustu

By 29. október 2024No Comments

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur opnað á innsendingar hugmynda um hvernig megi bæta þjónustu við fatlað fólk á Íslandi. Eftirfarandi segir í tilkynningu á vef ráðuneytisins:

„Framtíðarhópur vinnur nú að þróun og nýsköpun í þjónustu við fatlað fólk. Markmiðið er að auka gæði þjónustunnar og hagkvæmni hennar. Í framtíðarhópnum sitja fulltrúar frá ríkinu, sveitarfélögum og hagsmunasamtökum fatlaðs fólks. Hópurinn á að ráðast í fjölbreytta greiningarvinnu og tilraunaverkefni – og hann vill vita hvort þú hafir góða hugmynd sem þú vilt koma áleiðis!

Veistu um frábæra nýsköpun sem vert væri að taka upp og nota víðar? Göt sem hægt væri að fylla? Tækninýjungar sem sniðugt væri að nýta?

Smelltu hér og segðu okkur frá fyrir 10. nóvember 2024. Hver veit nema að hugmyndin geti orðið að veruleika.“