Skip to main content
Frétt

Opnað fyrir umsóknir í námssjóð Sigríðar Jónsdóttur

By 25. mars 2020No Comments

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki úr námssjóði Sigríðar Jónsdóttur.
Úthlutað verður í júní.

Umsóknareyðublað má nálgast hér. Umsóknarfrestur er til 17. maí.

Styrkir úr Námssjóði Sigríðar Jónsdóttur eru veittir öryrkjum til að sækja sér menntun. Sjóðurinn er mikilvægur þeim sem ekki geta sótt um styrk til stéttarfélags. Þeir eru veittir til hagnýts náms, verklegs eða bóklegs, svo og til náms í hvers konar listgreinum. Einnig er heimilt að styrkja þá sem vilja sérhæfa sig til starfa í þágu fólks með þroskahömlun. 

Námssjóður Sigríðar Jónsdóttur var stofnaður árið 1993 fyrir söluvirði íbúðar sem Sigríður Jónsdóttir arfleiddi ÖBÍ að. Í erfðaskrá hennar var kveðið á um stofnun sjóðsins og tilgang hans. Stofnfé var 6,5 milljónir króna. Fyrstu styrkirnir voru veittir 11. júní 1995. Námssjóðurinn er í vörslu ÖBÍ. Sjá nánari upplýsingar í skipulagskrá sjóðsins