Skip to main content
FréttRéttindabarátta

Öflug samstaða í kvennaverkfalli

By 25. október 2023No Comments
Gestir í verkfallskaffi ÖBÍ og UN Women.

Íslenskar konur og kvár sýndu magnaðan kraft og baráttuhug í gær og fjölmenntu á fundi bæði við Arnarhól í Reykjavík og víðs vegar um landið vegna kvennaverkfalls.

Fatlaðar konur og kvár létu sig ekki vanta enda standa þau einna höllustum fæti í samfélaginu, mæta víða skilningsleysi á vinnumarkaði og eru berskjaldaðari fyrir ofbeldi.

Sunna Elvira Þorkelsdóttir, lögfræðingur hjá ÖBÍ réttindasamtökum, var á meðal þeirra sem héldu ræðu við Arnarhól. Talaði hún um að fatlaðar konur væru um tífalt líklegri til að sæta kynbundnu ofbeldi en aðrar.

Þá var einnig húsfyllir á verkfallskaffi og opnum hljóðnema ÖBÍ réttindasamtaka og UN Women á Íslandi fyrir útifundinn. Stigu þar konur og kvár á stokk, sögðu reynslusögur, kröfðust jafnra réttinda og frelsi frá ofbeldi og margt fleira.