Skip to main content
Frétt

ÖBÍ réttindasamtök með tvær tilnefningar til Lúðursins

By 28. febrúar 2024No Comments

Blanki, auglýsingaherferð ÖBÍ réttindasamtaka, hefur fengið tvær tilnefningar til íslensku auglýsingaverðlaunanna, Lúðursins. Þetta eru afar ánægjuleg tíðindi og viljum við þakka Ímark og dómnefnd Lúðursins kærlega fyrir viðurkenninguna.

Blanki allra landsmanna er tilnefndur annars vegar í flokki almannaheillaherferða og hins vegar í opnum flokki almannaheilla.

Markmiðið með Blankaherferðinni var að vekja athygli á versnandi fjárhagsstöðu sífellt stækkandi hóps fatlaðs fólks og undirstrika mikilvægi þess að hækka lífeyri um 12,4%, eins og ÖBÍ krafðist í umsögn um síðasta fjárlagafrumvarp.

ÖBÍ réttindasamtök vilja færa auglýsingastofunum BIEN og Splendid kærar þakkir fyrir samstarfið og sömuleiðis öllu því góða fólki sem kom að herferðinni.