Öryrkjabandalag Íslands auglýsir eftir fjölmiðlafulltrúa með brennandi áhuga á mannréttindum og öflugum lögfræðingi í tímabundið starf
Fjölmiðlafulltrúi: 75-100% starf
ÖBÍ óskar eftir að ráða til starfa fjölmiðlafulltrúa með brennandi áhuga á mannréttindum. Fjölmiðlafulltrúinn sinnir fjölbreyttum verkefnum sem snúa m.a. að frétta- og greinaskrifum, samfélagsmiðlun og skipulagningu viðburða.
- Frétta- og greinaskrif
- Fjölmiðlasamskipti og vöktun
- Samfélagsmiðlun
- Heimasíða og Facebook
- Útgáfa vefrits og tímarits
- Viðburðir, ráðstefnur, málþing
- Önnur tilfallandi verkefni
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af skrifum og miðlun upplýsinga
- Starfsreynsla úr fjölmiðlum er æskileg
- Mjög góð íslenskukunnátta og ritfærni
- Færni í ensku og einu Norðurlandamáli
- Góð tölvukunnátta
- Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
- Samskiptafærni og þjónustulund
Lögfræðingur: 50% tímabundið starf
ÖBÍ auglýsir eftir öflugum lögfræðingi í tímabundið starf í 12-14 mánuði.
- Lögfræðileg ráðgjöf í ýmsum réttindamálum
- Túlkun laga og reglugerða
- Kærur og álitsgerðir
- Önnur tilfallandi verkefni
- Meistaragráða í lögfræði
- Þekking á stjórnsýslurétti, almannatryggingum og alþjóðlegum mannréttindasamningum eins og samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er æskileg
- Reynsla og þekking á málefnum fatlaðs fólks og öryrkja er kostur
- Góð íslenskukunnátta er skilyrði. Færni í ensku og einu Norðurlandamáli er æskileg
- Skipulagshæfni, vönduð og sjálfstæð vinnubrögð
-
Hæfni í mannlegum samskiptum
Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is og umsóknarfrestur er til og með 12. júní nk.