Skip to main content
AðgengiFrétt

Nýjar leiðbeiningar um lagningu á leiðarlínum

H 17 B

ÖBÍ réttindasamtök hafa í samstarfi við Blindrafélagið útbúið og birt ítarlegar leiðbeiningar um lagningu á leiðarlínum og athyglissvæðum innanhúss til að skapa gott aðgengi fyrir blint og sjónskert fólk.

Leiðbeiningarnar í heild má nálgast með því að smella á hlekkinn hér að neðan:

Leiðarlínur eins og þær sem fjallað er um í leiðbeiningunum eru mikilvægur liður í því að bæta aðgengi fatlaðs fólks að samfélaginu. En aðgengi fyrir alla felur í sér að fatlað fólk geti lifað eins sjálfstæðu lífi og hægt er án hindrana.

Aðgengi er einmitt ein af stoðum samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, en lögfesting samningsins er nú til umræðu á Alþingi. Í 9. grein hans segir til að mynda að aðildarríki skuli „gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja fötluðu fólki aðgengi, til jafns við aðra, að efnislegu umhverfi sínu, samgöngum, upplýsingum og samskiptum“.

Leiðbeiningarnar sem ÖBÍ og Blindrafélagið hafa útbúið taka mið af ISO 23599:2019 um leiðarlínur og athyglissvæði og ÍSTN CEN/TR 17621:2021 um aðgengi og nothæfi manngerðs umhverfis þar sem það er tekið fram.