
ÖBÍ réttindasamtök hafa ákveðið að koma á fót verðlaunum fyrir framúrskarandi lokaverkefni til meistara eða doktorsgráðu með áherslu á fatlað fólk og/eða fötlunarfræði. Þetta tilkynnti Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ, á málþingi Uppskeru, menningarhátíðar fötlunarfræðinnar.
Til stendur að kalla eftir eftir tilnefningum úr öllum háskólum landsins á næstu vikum.
„Við vitum að öll sem fá tækifæri til þess að stunda nám þar sem áherslan eða framlagið er til fötlunarfræða og/eða umbóta hvað varðar hagsmuni fatlaðs fólk er liður í því að uppfræða samfélagið,“ sagði Alma Ýr í ávarpi og bætti við:
„Við vitum jafnframt að meiri þekking og vitund um réttindabaráttuna hjálpar til við að afmá og útiloka mismunun og fordóma. ÖBÍ er afar þakklátt fyrir framlag og hjarta fötlunarfræðinnar í þessum efnum og hlakka til þess að koma þessum verðlaunum á fót sem vonandi verða til þess að efla vitund samfélagsins öllum til heilla.“