Skip to main content
FréttHúsnæðismál

Ný skýrsla um húsnæðismál fatlaðs fólks komin út

By 9. nóvember 2023No Comments
Slæða-Húsnæðismál-Vetur-AdobeStock_294924370

Út er komin skýrsla ÖBÍ réttindasamtaka um húsnæðismál fatlaðs fólks, þar sem farið er yfir víðan völl um stöðu fatlaðs fólks á íslenskum húsnæðismarkaði. Lesa má skýrsluna í heild með því að smella á hlekkinn hér að neðan.

Meðal annars er vitnað í niðurstöður rannsóknar sem gerð var á húsnæðismálum fólks með 75% örorkumat sem leiddu í ljós að miklum mun fleiri öryrkjar eru á leigumarkaði en aðrir fullorðnir. Mun færri öryrkjar eiga fasteign og þeir öryrkjar sem eiga fasteign eignuðust hana almennt áður en þeir urðu öryrkjar.

ÖBÍ réttindasamtök leggja áherslu á fjögur atriði til að bæta aðgengi fatlaðs fólks að húsnæðismarkaði í skýrslunni. Þetta eru fjölgun húsnæðisúrræða, þjónusta óháð búsetu, að fá þjónustuna heim (sbr. NPA) og að veittir séu styrkir til breytinga á húsnæði svo það gagnist fötluðu fólki.