
ÖBÍ réttindasamtök hafa sett af stað örskýringaröð á samfélagsmiðlum. Leitast verður við að svara einföldum spurningum á skýran hátt til að auka þekkingu á stöðu fatlaðs fólks.
Fyrsta skýringin, sem farin er í loftið á TikTok og Instagram, snýst um algilda hönnun. Sjá má skýringuna hér að neðan.
Ef þú vilt sjá eitthvað umfjöllunarefni tekið fyrir er um að gera að senda tölvupóst á netfangið thorgnyr@obi.is. Þá er einnig kjörið að fylgja ÖBÍ á TikTok og Instagram.