Skip to main content
FréttRéttindabarátta

Ný norræn samstarfsáætlun um fötlunarmál

By 20. desember 2022No Comments

Gerð hefur verið ný norræn samstarfsáætlun um fötlunarmál fyrir árin 2023-2027. Nálgast má áætlunina á íslensku með því að smella á þennan hlekk.

Þar segir að meginreglan í norrænum velferðarsamfélögum sé að íbúar njóti jafnra tækifæra og öryggis óháð kyni, uppruna, trúarbrögðum, lífsskoðun, líkamlegu og andlegu atgervi, aldri eða kynhneigð. Félagsleg réttindi veiti öllum jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu, félagsþjónustu, menntun, menningu og atvinnu.

„Fötlunarstefnan felst í að byggja upp sjálfbært samfélag þar sem engin eru skilin útundan. Markmiðið með stefnu í fötlunarmálum er að inngilda fólk með fötlun á öllum sviðum samfélagsins. Sú stefna mótast af réttindasjónarmiðum sem koma eiga til framkvæmda við innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, UNCRPD. Aðgengi er grundvallarforsenda þess að einstaklingar með fötlun geti lifað sjálfstæðu lífi og átt hlutdeild í samfélaginu til jafns við annað fólk,“ segir í samstarfsáætluninni.

Framtíðarsýn fyrir árið 2030 kveður á um að Norðurlöndin eigi að verða bæði sjálfbærasta og samþættasta svæði heims fyrir þann tíma. Samstarf um fötlunarmál gegnir mikilvægu hlutverki í þeirri vinnu.

Í framkvæmdaáætlun 2021–2024 kemur svo fram hvernig Norræna ráðherranefndin hyggst ná markmiðum framtíðarsýnarinnar. Þau svið áætlunarinnar þar sem norrænt samstarf um fötlunarmál er hvað mikilvægast eru þróun vinnumarkaðar, stafræn þróun og menntun, heilsa og velferð, græn umskipti og inngilding.

„Norrænt samstarf um fötlunarmál fer einkum fram samkvæmt norrænni samstarfsáætlun um fötlunarmál, í Norræna ráðinu um málefni fatlaðs fólks (Fötlunarráðinu) sem veitir ráðgjöf í öllu opinberu norrænu samstarfi, með styrkjakerfi fyrir norrænt samstarf öryrkjasamtaka og norrænni starfsemi fyrir fólk með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu. Norræna velferðarmiðstöðin (NVC) veitir aðstoð við framkvæmd áætlunarinnar.“