Okkur þykir fréttnæmt að í Japan voru nýlega sett lög sem eiga að efla réttindi fatlaðs fólks og kveða á um bann við mismunun á grundvelli fötlunar. Í lögunum felst meðal annars að einkaaðilar og opinberi geirinn skuli beina athygli sinni í meira mæli að þörfum fatlaðs fólks. Kiyoshi Harada frá Japan Disability Forum, sem eru regnhlífarsamtök félaga fatlaðs fólks í Japan, segir lögin vera þau fyrstu sem banna mismunun og gætu orðið fyrsta skrefið í átt að samfélagi án mismununar. Nánari frétt um málið.