Markmiðið er að vekja athygli á þeirri útilokun og fordómum sem fatlað fólk og öryrkjar búa við. Það er von okkar að herferðin muni stuðla að viðhorfsbreytingu í samfélaginu.
Skilaboðin eru einföld. Þér er ekki boðið! Fatlað fólk er útilokað frá samfélaginu og boðskapurinn er jafnframt einfaldur og skýr – Bjóðum betur! Herferðinni er ætlað að vekja fólk til umhugsunar, því margt þarf að breytast til þess að fatlað fólk fái raunverulega tækifæri og eigi líf til jafns við aðra.