Skip to main content
Frétt

Nú er rétti tíminn til að útrýma fátækt og misrétti

By 2. júní 2020No Comments
Ísland hefur tekið undir yfirlýsingu 142 ríkja sem styðja ákall aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, António Guterres, um mikilvægi þess að hafa málefni og þarfir fatlaðs fólks að leiðarljósi í aðgerðum og viðbrögðum við COVID-19 faraldrinum.

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, segir að nú, þegar við réttum úr kútnum eftir Covid faraldurinn, sé lífsnauðsynlegt að útrýma fátækt og misrétti. Það eigi að vera leiðarljós í aðgerðum stjórnvalda.

Yfirlýsingin sem Ísland hefur tekið undir er svar 142 ríkja Sameinuðu þjóðanna við stefnuyfirlýsingu framkvæmdastjóra þeirra,  António Guterres.

Þuríður Harpa Sigurðadóttir segir að nú sem aldrei fyrr sé mikilvægt að skilja ekki fatlað og langveikt fólk eftir, aðgerðir ríkisstjórnarinnar ættu og verða að miða að því að bæta kjör og réttindi þess hóps. Örorkulífeyrir langt undir lágmarkslaunum er augljóst misrétti. Viðurkenningu þarf á að 400.000 kr. sé lámarksframfærsla. Sú staðreynd að fötluðu fólki sé gert að draga fram lífið á 200-300 þús krónum sýnir alvarlega skekkju. Fátækt og misrétti verður að laga.

Yfirlýsingin fer hér á eftir í þýðingu ÖBÍ.

Covid 19 faraldurinn er vandamál af áður óþekktri stærð, sem hefur mikil áhrif á heilsu manna og raskar lífsviðurværi og lífsgæðum fólks um heim allan. Hann hefur áhrif á mannréttindi og ýtir undir ójöfnuð þann sem fyrir er. Fatlað fólk hefur orðið fyrir miklum áhrifum af faraldrinum, og við verðum að tryggja að það verði ekki skilið eftir, eða verði fyrir mismunun í viðbrögðum við faraldrinum og eftirmála hans.

Margt fatlað fólk á það frekar á hættu að veikjast og veikjast alvarlega. Þá er dánartíðni hærri meðal fatlaðs fólks, sérstaklega meðal þeirra sem búa á stofnunum.

Fatlað fólk verður frekar fyrir innbyggðum hindrunum og mismunun,er útilokað frá aðgangi að heilbrigðisþjónustu og upplýsingum, til viðbótar verulegum breytingum á atvinnustöðu þeirra, námi og aðgangi að félagslegri vernd og stuðningi. Við það bætist fjölþætt mismunun gegn fötluðum konum, börnum og eldri borgurum.

Því fögnum við útgáfu stefnu útlistun framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna um mikilvægi þess að hafa málefni og þarfir fatlaðs fólks að leiðarljósi í aðgerðum og viðbrögðum við COVID-19 faraldrinum sem og aðrar viðeigandi leiðbeiningar Sameinuðu þjóðanna frá WHO eða OHCHR.

Við fögnum einnig frumkvæði nefndar um réttindi fatlaðs fólks og sérstaks sendifulltrúa Sameinuðu þjóðanna og sérstaks skýrslugjafa um réttindi fatlaðs fólks.

Viðbrögð, hvort sem er í nærumhverfi, á lands- eða alheimsvísu sem eru án aðgreiningar, þurfa samvinnu allra hlutaðeigandi, þar með talið ríkisstjórna, Sameinuðu þjóðirnar, hjálparsamtök, samtök fatlaðs fólks sem og einkageirinn.

Viðbrögð við Covid-19 og eftirmála verða að vera án aðgreiningar, byggjast á verndun réttinda og þarfa fatlaðs fólks og það þarf að vera miðpunktur allra okkar aðgerða, með hliðsjón af sýn Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, og Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.

Það er grundvallaratriði að tryggja inngildingu og aðgengi fatlaðs fólks að heilbrigðisþjónustu, á jafnréttisgrunni við aðra, þar með talið aðgang að lyfjum, bóluefni og lækningatækjum, sem og aðgengi að félagslegri vernd eða öðrum stuðningi, þar með talið stuðningi til sjálfstæðs lífs eins og NPA eða túlka- og sálgæslu þjónustu.

Einnig skal allt kapp lagt á að veita áframhaldandi vinnu, menntun sem og vernd gegn og viðbrögð við ofbeldi. Þessi viðbrögð ættu að vera í boði á meðan neyðarviðbrögð eru, einnig til lengri tíma, meðan uppbygging á sér stað.

Við vekjum athygli á mikilvægi þess að tryggja mikilvægar upplýsingar í öllu viðbragðsferlinu, þar með talið aðgengilegum stafrænum upplýsingum, táknmáli og textun og texta skilaboðum sem og upplýsingum á auðskildu máli.

Raunverulegt samráð og virk þátttaka fatlaðs fólks og samtaka þeirra í öllum þáttum viðbragða við Covid-19 er nauðsynlegt. Hagsmunasamtök geta vakið athygli á og talað fyrir þörfum fatlaðs fólks, og lagt sitt af mörkum til undirbúnings og innleiðingu jafnara, sjálfbærara samfélags. Það krefst bæði almennra og sértækra aðgerðaáætlana í félags- og efnahags viðbrögðum, svo útkoman valdefli og verði betri fyrir fatlað fólk og verði á jafnréttisgrunni. Eftirlit með áhrifum aðgerða og gagnasöfnun eru mikilvæg í þessu skyni.

Viðbrögð við Covid-19 sem taka til fatlaðs fólks munu nýtast öllum betur og koma í veg fyrir að afturför verði í réttindabaráttu fatlaðs fólks. Þannig viðbrögð munu færa fötluðu fólki aðgang að viðeigandi björgum í viðbrögðum við faraldrinum. Þar sem neyðarástand getur skapað tækifæri, er rétt að nota tækifærið til að leggja drög að betri framtíð allra, þar sem enginn er skilinn eftir.