Skip to main content

Námsstyrkir

Styrkir úr Námssjóði ÖBÍ eru veittir fötluðu fólki til að mennta sig.  Öll sem eru í námi í fötlunarfræðum geta einnig sótt um styrk. ÖBÍ réttindasamtök hvetja þig til að hefja nám og öðlast nýja færni.

Umsóknarfrestur til að sækja um námsstyrk haustið 2024 er  liðinn.  Næsta úthlutun mun fara fram vorið 2025.

Gott að vita …

Athugið að námsstyrki þarf að gefa upp til skatts við gerð næstu skattskýrslu. Hvort sem styrkirnir flokkist undir að vera skattskyldir eða falla undir undantekningu frá skattskyldu styrkja.

» Styrkir | Skatturinn – skattar og gjöld

Sveitarfélögin veita einnig fötluðu fólki og öryrkjum styrki til náms og tækjakaupa. Árið 2029 uppfærði Félagsmálaráðuneytið reglugerðina: „Leiðbeinandi reglur fyrir sveitarfélög um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks.

Grundvöllur reglugerðarinnar er að við „setningu og framkvæmd reglna sinna skulu sveitarfélög taka mið af þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem íslensk stjórnvöld hafa gengist undir, einkum Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Aðrir sjóðir, stofnanir, fyrirtæki og félagsamtök sem styrkja öryrkja og fatlað fólk til menntunar eru flestir listaðir á vef Þekkingarmiðstöðar Sjálfsbjargar.

Aðildarfélög ÖBÍ eru mörg hver með styrktarsjóði til dæmis náms- og ferðasjóði. Styrkirnir eru í boði fyrir félaga en það er þó ekki algilt. Því er vert að kanna hvort og hvað kynni að nýtast þér.