Skip to main content
Frétt

Áhersla á mikilvægi viðeigandi aðlögunar að vinnumarkaði

By 6. nóvember 2017No Comments

Anna Lawson, lagaprófessor frá Bretlandi, var gestur á málþingi sem Öryrkjabandalag Íslands bauð til á Hótel Natura í Reykjavík föstudaginn 13. október 2017. Anna Lawson er sérfræðingur í viðeigandi aðlögun að vinnumarkaði. Hún ræddi þau mál á fundinum sem og reynslu Breta af starfsgetumati.

Lawson fór yfir mikilvægi þess að atvinnurekendur bjóði fötluðu fólki slíka aðlögun. Nota þurfi t.d. fyrirkomulag í ráðningarferli sem útiloki ekki fatlað fólk. Þá þurfi vinnuveitendur líka að ræða við fatlaða starfsmenn um vinnutilhögun í starfi.

Á fundinum flutti Halldór Sævar Guðbergsson, atvinnu- og virkniráðgjafi fyrir blinda og sjónskerta og varaformaður ÖBÍ, einnig erindi. Hann fjallaði um stöðu mála á Íslandi, meðal annars út frá eigin reynslu. Síðan svörðu bæði hann og Anna Lawson spurningum úr sal.

Hægt er að skoða glærur með fyrirlestri Önnu Lawson hér.

Upptaka af fyrirlestrinum er væntanleg.

Hér má sjá frétt RÚV með viðtali við Önnu Lawson

Hér má sjá frétt Stöðvar 2 með viðtali við Önnu Lawson