Skip to main content
Frétt

Málþing um börn foreldra með geðrænan vanda

By 16. nóvember 2020No Comments
Taktu eftir mér, hlustaðu á mig – málþing um börn foreldra með geðrænan vanda
19. nóvember kl. 12:30 á Facebooksíðu Geðhjálpar
Fundar- og pallborðsstýra: Eydís Kr. Sveinbjarnardóttir

Málþing um hvernig staða þessara barna var, hvernig hún er í dag og hvernig hún ætti að vera. Málþingið er öllum opið verður sent út á Facebook síðu Geðhjálpar og geta áhorfendur tekið þátt og sent inn spurningar.

Leitað til innlendra og erlendra aðila sem hafa þekkingu á lögum og reglum annars vegar og hafa reynslu af aðferðum og leiðum hins vegar. Farið verður yfir nýleg lög er varða réttindi barna sem aðstandenda og kannað hvað þurfi að gera til þess að unnið sé eftir þeim í einu og öllu. Einnig verður litið á strauma og stefnur auk þess sem nýjar rannsóknir verða skoðaðar.

Málþingið er samstarfsverkefni Geðhjálpar og Geðverndarfélags Íslands.

Dagskrá:

12:30  Börn sem aðstandendur foreldra með geðrænan vanda: Hvað segja rannsóknir? Guðbjörg Ottósdóttir

12:45  Ekki taka mig, hjálpaðu mér að vera: Börn í umönnunarhlutverki gagnvart foreldrum með alvarlegar geðrænar áskoranir. Þórunn Edda Sigurjónsdóttir.

13:10  Er ég ein í heiminum? Reynslusaga. Sigríður Gísladóttir.

13:25  Geðheilsa foreldra og ungbarna. Anna María Jónsdóttir.

13:45  Umræður

14:05  Our time og ég. Sigríður Tulinius.

14:20  Introduction to Children of Parents with a Mental Illness. Dympna Cunnane og Helena Kulikowska frá Our Time charity.

14:40  Children of Parents with a Mental Illness – the Norwegian journey. Siri Gjesdal og Linda Fisher-Höyrem frá Barns Beste í Noregi.

15:00  Developing the KidsTime Workshop Network in Germany. Klaus Henner Spierling, stofnandi „KidsTime Netzwerk“ í Þýskalandi

15:30  Umræður

15:50  Ný lög. Ásmundur Einar Daðason, félags og barnamálaráðherra.

16:20  Pallborð. Ásmundur Einar Daðason, Þórunn Edda Sigurjónsdóttir, Gunnlaug Thorlacius og Sigríður Gísladóttir.

17:00  Lok.