Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ flutti ávarp. Kolbeinn H. Stefánsson, félagsfræðingur og dósent við félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands fjallaði um niðurstöður rannsóknarinnar sem hann vann fyrir ÖBÍ, „Lásar gera bara gagn ef þeir eru læstir“. Skýrslan kom fyrst út 2020 en nýlega voru tölfræðigögn uppfærð. Skýrslan [PDF] útg. maí 2022
Varaformaður kjarahóps ÖBÍ, Geirdís Hanna Kristjánsdóttir, flutti erindið „Hvar er kaupmáttaraukningin mín?“
Félags- og vinnumarkaðsráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, ávarpaði fundargesti. Einnig héldu erindi: Bergþór H. Þórðarson, varaformaður ÖBÍ, Eva Sjöfn Helgadóttir, varaþingmaður Pírata og Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins. Að því loknu tóku við pallborðsumræður.
Málþingið var vel sótt og því var streymt beint fyrir þá sem ekki höfðu tök á að vera á staðnum. Hægt er að hlusta eða horfa á rittúlkaða upptöku af málþinginu neðst á þessari síðu eða hér – Sjá einnig umfjöllun RÚV í gær:
- Kjör öryrkja í ósamræmi við verðlagsþróun | Frétt 17. maí 2022 RÚV (ruv.is)
- Rætt var við Þuríði og Kolbein í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun [17. maí 2022]