Skip to main content
FréttRéttindabaráttaSRFF

Lögfesting SRFF lögð fyrir Alþingi

Alþingishúsið-sunnan-megin

Frumvarp um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) hefur verið lagt fyrir á Alþingi. Félags- og húsnæðismálaráðherra leggur frumvarpið fram.

ÖBÍ réttindasamtök fagna því innilega að nú standi til að lögfesta samninginn. Þessi lögfesting hefur verið eitt helsta baráttumál ÖBÍ á undanförnum árum, enda um að ræða gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk.

Lesa má frumvarpið á hlekkjunum hér að neðan:

» PDF Stjórnarfrumvarp 204: Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks | Alþingi
» WORD Stjórnarfrumvarp 204: Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks | Alþingi

SRFF var samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna árið 2006 og undirritaður af íslenskum stjórnvöldum í mars 2007. Samningurinn var svo fullgiltur hér á landi í september 2016. Markmið samningsins er að efla, verja og tryggja full og jöfn mannréttindi og grundvallarfrelsi fyrir allt fatlað fólk til jafns við aðra og efla virðingu fyrir eðlislægri reisn þess.

Með lögfestingu verða ákvæði samningsins fest í íslensk lög og verður því hægt að byggja á ákvæðum samningsins fyrir dómi, sem er mikil réttarbót eins og áður segir. Því er frumvarpið, og hin væntanlega lögfesting, mikið fagnaðarefni.

» Ferill þingmáls 2025 | Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks | Alþingi