Í ár er sérstök áhersla á myndlist, og þá einkasýningar. Einnig verða samsýningar á viðurkenndum sýningarstöðum í Reykjavík og nágrannabæjarfélögum. Markmið með því að þátttakendur sýni verk sín í viðurkenndum sýningarsölum er að stuðla að inngildingu fatlaðra listamanna í listheiminum, að fatlaðir listamenn fái notið sín fyrir eigin listhæfileika og sköpunarkraft.
Um 50 listamenn sýna sköpun sína á hátíðinni í ár á 10 mismunandi sýniningarstöðum, sem allir hafa sannað sig sem málsmetandi vettvangur listar í landinu og velja listamenn inn í rýmið, á þeirri forsendu að listamaðurinn hafi eitthvað mikilvægt og gefandi fram að færa.
List án landamæra hlaut Múrbrjót Þroskahjálpar árið 2009 og var tilnefnd til Hvatningaverðlauna ÖBÍ árið 2011. Árið 2012 fékk List án landamæra Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar.
Dagskráin í ár er vegleg:
Hlaðvarp – Mannréttindi Fatlaðra – viðtöl við stjórnendur menningarstofnana og samtöl um áform og aðferðir til að bæta aðgengi og stöðu fatlaðra varðandi menningu og listir. Maí-desember 2020.
SÝNINGAR OG VIÐBURÐIR:
Gallerí Port Laugavegi 23b, 101 Rvk.
Einkasýning Hrafns Jónssonar – Krumma. Ljósmyndir
Skrölt III
Opið 23. okt – 8. nóv. Mið-lau kl.12:00-18:00.
Gallerí Grótta Eiðistorgi 11, 170 Seltjarnarnesi.
Það bera sig allir vel. Samsýning 30 listamanna.
Tvívíð og þrívíð myndverk.
Opið eftir samkomulagi vegna Covid-19 takmarkana. Verið velkomin að hafa samband: info@listin.is
Hannesarholt Grundarstíg 10, 101 Rvk.
Einkasýning Björns Traustasonar. Teikningar.
Opið 23. okt – 1. nóv. þri-sun kl.11:30-17:00.
Hjarta Reykjavíkur Laugavegi 12b, 101Rvk.
Einkasýning Helenu Óskar Jónsdóttur frá Akureyri. Vatnslitamálverk og skúlptúrar.
Opið 25. okt – 4. nóv. Mán-lau kl.11:00-18:00.
Listasafn Árnesinga Reykjamörk, Hveragerði.
Samsýning Pálínu Erlendsdóttur og Elvu Pálsdóttur, íbúa á Sólheimum.
Opið 20. okt – 1. nóv. Þri-sun kl.12:00-17:00.
Listasalur Mosfellsbæjar
Einkasýning Helgu Matthildar Viðarsdóttur – listamanns hátíðarinnar 2020.
Teikningar og málverk.
Sýningin verður opin til 13. nóvember. Opi eftir samkomulagi vegna Covid-19 takmarkana. Verið velkomin að hafa samband: info@listin.is
Midpunkt Hamraborg 22, 200 Kópavogi.
Samsýning. Anna Jóelsdóttir & Erla Björk Sigmarsdóttir og Arnar Ásgeirsson & Gísli Kristinsson. Tví- og þrívíð verk.
Opið 23. -27.okt. Lau kl.12:00-17:00. Sun-.þri kl.14:00 – 17:00 og eftir samkomulagi.
Norræna húsið
29. okt kl.17:00-18:00: Viðburður í miðjusal (án gesta vegna Covid-19 fjöldatakmarkana, en streymt á heimasíðu og samfélagsmiðlum hátíðarinnar).
Viðburðir: 1. Tónlistartengdur viðburður nemenda Tónstofu Valgerðar (15mín), 2. Vídeóprógram-1 aðgengilegt á netinu í 4 daga (vídeóverk nemenda Myndlistarskólans í Reykjavík. 8mín), 3. Vídeógjörningur Steinars Svan Birgissonar(30mín), 4. Vídeóprógram-2aðgengilegt á netinu í 4 daga (Teikninga-leir bók á slides eftir Hauk Hafliða Björnsson frá Blönduósi. 10mín).
Ráðhús Reykjavíkur
Brandur Bjarnason Karlsson munnmálari, málverk.
Opið 23. okt – 22. nóv. mán-fös kl.08:00-18:00, lau kl.10:00-18:00, sun kl.12:00-18:00.
DESEMBER 2020
3.-6. des: Listmarkaður – sýning. Opnun 3. desember á alþjóðlegum degi fatlaðra. List og handverk listamanna sem vinna með/á/í Sólheimum í Grímsnesi, Myndlistarskólanum í Reykjavík, Skógarlundi á Akureyri, Specialisterne í Reykjavík, Félags- og skólafljónustunni A-Hún á Blönduósi, Hlutverkasetrinu í Reykjavík, Ás styrktarfélagi, Fjölmennt í Reykjavík, Heimaey vinnu- og hæfingarstöð-Vestmannaeyjum og vonandi fleirum.
Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu hátiðarinnar, www.listin.is