
Starfsfólk ÖBÍ réttindasamtaka sótti Sjónstöðina heim í gær og fékk kynningu á starfseminni sem þar fer fram.
Sjónstöðin er þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu.
Alls sækja nærri 2.000 þjónustu hjá Sjónstöðinni en markmið þjónustunnar er að auka möguleika þjónustuþega til virkni og þátttöku í samfélaginu. Sjónstöðin veitir ráðgjöf, heldur námskeið og útvegar ýmis konar hjálpartæki.
Við færum starfsfólki Sjónstöðvarinnar kærar þakkir fyrir móttökurnar og kynninguna og hlökkum til áframhaldandi góðs samstarfs.