Skip to main content
Frétt

Hvert er förinni heitið?

By 17. ágúst 2018No Comments

Samband íslenskra sveitarfélaga, velferðarráðuneyti og málefnahópur Öryrkjabandalags Íslands um aðgengi standa fyrir málþinginu „Hvert er förinni heitið?“ um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk. Þingið verður haldið á Grand hóteli í Reykjavík, mánudaginn  27. ágúst 2018 kl. 13:00 – 16:00.

Fjallað verður um hvaða skyldum sveitarfélög gegna í akstursþjónustu fyrir fatlað fólk, með tilliti til ákvæða Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, og hvernig fatlað fólk vill sjá þjónustuna. Þá verður fjallað um þær áskoranir sem sveitarfélög standa frammi fyrir, ekki síst í dreifðum byggðum, og hvernig þjónusta er veitt hérlendis og í nágrannaríkjum okkar.

Dagskrá:

13:00 Ávarp ráðherra                                                                                                             

Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra setur málþingið

13:10 Frjáls för fatlaðs fólks – 20. gr. Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks

Alma Ýr Ingólfsdóttir lögfræðingur hjá Öryrkjabandalagi Íslands

13:30 Akstursþjónusta á Akureyri

Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusvið Akureyrarbæjar  

13:50 Sýn á fyrirmyndarþjónustu

Ingveldur Jónsdóttir formaður málefnahóps um aðgengi  hjá Öryrkjabandalagi Íslands

14:05 Kaffihlé                                                                                              

14:20 Hvað er að gerast á Norðurlöndunum? Stuðningur við fatlað fólk og eldri borgara á sviði samgangna                      

Anna Karlsdóttir verkefnastjóri hjá Nordregio

14:50 Áskoranir og umhverfi sveitarfélaga

Tryggvi Þórhallson lögfræðingur á lögfræði- og velferðarsviði Sambands íslenskra sveitarfélaga

15:00 Aðgengi að strætisvögnum og biðstöðvum á höfuðborgarsvæðinu                                  Haukur Hákon Loftsson

15:10 Hópavinna – umræðuhópar

Þátttakendur á málþinginu munu taka þátt í hópavinnu þar sem rædd verða ýmis málefni er varða aksturþjónustu fyrir fatlað fólk.

16:00 Samantekt og fundarlok

Fundarstjóri: Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar  landssambands hreyfihamlaðra