Skip to main content
FréttHvatningarverðlaun

Hvatningarverðlaun ÖBÍ afhent í 13. sinn

By 3. desember 2019júní 6th, 2023No Comments

Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalagsins voru afhent í 13. sinn í dag við hátíðlega athöfn. Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson afhenti verðlaunin.

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ sagði við afhendinguna að það væri einstaklega ánægjulegt að árlega hlytu nýjir aðilar verðlaunin, því það veki athygli á því að að í samfélaginu er fullt af ófötluðu fólki sem skilur og styður mannréttindabaráttu öryrkja og skilur að fatlað fólk eigi að hafa sama rétt til að lifa með mannsæmandi hætti. Að í þjóðfélaginu sé til fólk sem skilur að fatlað fólk er, rétt eins og aðrir, mannauður. Ræðu Þuríðar má lesa í heild sinni hér.

Í ár bárust fjölmargar tilnefningar, sem er ánægjulegt. Að þessu sinni hlutu verðlaunin:

Í flokki einstaklinga, Sólveig Ásgrímsdóttir, fyrir bókina Ferðalag í flughálku sem er fyrsta bókin á íslensku sem fjallar um ADHD og unglinga og hvað þeir eru að takast á við.

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson með Sólveigu Ásgrímsdóttur

Í flokki fyrirtækja eða stofnunar: Réttinda Ronja fyrir að setja upp heimasíðu og gagnabanka þar sem hæt er að nálgast nákvæmar og réttar upplýsingar um réttindi fatlaðra nemenda á einstaklingsmiðaðan hátt.

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson með verðlaunahöfum

Umfjöllun og kynning: Stundin fréttamiðill, fyrir vandaða umfjöllun um málefni öryrkja, sjúklinga og ellilífeyrisþega.

Ingibjörg Dögg Kjartandsdóttir, ritstjóri Stundarinnar

Aðildarfélag ÖBÍ: Einhverfusamtökin fyrir heimildarmyndina  Að sjá hið ósýnilega.

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson með verðlaunahöfum Einhverfusamtakanna

Myndin stuðlar að vitundarvakningu og skilningi á áskorunum og fordómum gagnvart einhverfum konum með því að nota styrkleika þeirra kvenna sem segja sögu sína í myndinni.

Vekur myndin athygli fólks á því að stúlkur og konur fá oft greiningu seint því þeirra einkenni koma oft öðruvísi fram en hjá drengjum. Veldur þetta vandræðum í samskiptum og oft mikilli andlegri vanlíðan.