Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalags Íslands 2018 verða veitt á Grand hóteli kl. 17-19 mánudaginn 3. desember. Dagskráin er hér að neðan.
Hvatningarverðlaunin eru veitt þeim sem hafa með verkum sínum stuðlað aðeinu samfélagi fyrir alla og endurspegla nútímalegar áherslur um þátttöku, sjálfstæði og jafnrétti fatlaðs fólks.
Verðlaunin eiga að efla frumkvæði til nýrra verkefna og hugmyndavinnu í málaflokknum og skapa jákvæða ímynd fyrir fatlað fólk. Þau eiga að vera hvatning til að gera enn betur til innleiðingar á samfélagi sem endurspeglar einkunnarorð ÖBÍ: Eitt samfélag fyrir alla. Verðlaunin eru veitt ár hvert á alþjóðadegi fatlaðs fólks. Verðlaunin voru fyrst veitt árið 2007. Forseti Íslands, Hr. Guðni Th. Jóhannesson, er verndari verðlaunanna.
Verðlaunin eru veitt í fjórum flokkum; einstaklings, fyrirtækis eða stofnunar, umfjöllunar eða kynningu og verkefni innan aðildarfélaga ÖBÍ.
Allir velkomnir.
Tilnefningar til Hvatningarverðlauna ÖBÍ:
Einstaklingar:
- Bergþóra Bergsdóttir
Fyrir gerð fræðslubæklinga um MS-sjúkdóminn fyrir sjúklinga og aðstandendur.
- Erna Arngrímsdóttir
Fyrir störf í þágu psoriasis- og exemsjúklinga.
- Rúnar Björn Herrera Þorkelsson
Fyrir baráttu sína fyrir málstað fatlaðs fólks og sér í lagi fyrir innleiðingu á notendastýrðri persónulegri aðstoð.
Fyrirtæki-stofnanir:
- Bataskóli Íslands
Fyrir þáttöku í því að skapa úrræði fyrir þá sem þurfa stuðning við að koma lífi sínu í réttan farveg.
- Kærleikssamtökin
Fyrir að starfa í þágu heimilislausra.
- Trúðavaktin
Fyrir að koma með gleði og hlátur inn á Barnaspítalann.
Umfjöllun/kynning
- Lífið á eyjunni – stuttmynd
Fyrir mikilvægt framtak í að opna umræðu og umfjöllun um andlega líðan drengja.
- Knattspyrnusamband Íslands
Fyrir ómetanlegan stuðning við kynningarátak Parkinsonsamtakanna,
Sigrum Parkinson
- Pieta samtökin á Íslandi
Fyrir faglega og opna umræðu um sjálfsvíg.
Dagskrá
17.00 Veislustjóri, Gísli Einarsson, býður gesti velkomna
17.05 Setning, Fríða Rún Þórðardóttir, formaður undirbúningsnefndar Hvatningarverðlauna ÖBÍ
Tilnefningar kynntar
17:30 Lífið á eyjunni- stuttmynd- kynning
17.35 Trúðavaktin – sjúkrahústrúðarnir
17.45 Hlé – boðið upp á léttar veitingar
18:05 Ávarp, Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ
18.10 Hr. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands ávarp.
Verðlaunaafhending
Að lokinni athöfn verður myndataka af öllum sem fengu tilnefningu
Veislustjóri: Gísli Einarsson