Skip to main content
Frétt

Málþing ÖBÍ: Hjálpartæki – til hvers?

By 25. september 2019No Comments
Málefnahópur ÖBÍ um heilbrigðismál stendur fyrir málþingi á Grand Hótel Reykjavík, þann 9. október næstkomandi um hjálpartæki. Á málþinginu verður kynnt skýrsla starfshóps heilbrigðisráðherra um fyrirkomulag varðandi hjálpartæki.

Stefnuleysi ríkir í hjálpartækjamálum á Íslandi. Notendur kvarta undan því að fá ekki hjálpartæki við hæfi og til að geta lifað sjálfstæðu lífi. Ekki er til dæmis veittur styrkur vegna hjálpartækja til notkunar í frístundum eða til líkamsræktar, auk þess sem úthlutun á hjálpartækjum til náms og atvinnu er takmörkuð. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir frá áformum stjórnvalda í hjálpartækjamálum.

Dagskrá málþingsins er sem hér segir:

  • 15:00 – Setning fundarstjóra – Emil Thoroddsen, formaður málefnahóps ÖBÍ um heilbrigðismál
  • 15:20 – Áform stjórnvalda – Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra
  • 15:45 – Tillögur um fyrirkomulag hjálpartækja – Steinunn Þóra Árnadóttir, alþingismaður og formaður starfshóps um fyrirkomulag varðandi hjálpartæki
  • 16:15 – Hafnað – Anna Guðrún Sigurðardóttir, notandi
  • 16:35 –  Samantekt – Halldór Sævar Guðbergsson, varaformaður ÖBÍ
  • 16:50 – Fundi slitið

Boðið verður upp á rit- og táknmálstúlkun.

Ef þú hefur áhuga á að sækja málþingið, vinsamlega skráðu þig hér.