Markmiðið með þinginu er að skapa vettvang fyrir kynningu og umræður um helstu gildi og siðferðilegar áherslur sem leggja beri til grundvallar við forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu eins og segir í tilkynningu ráðherra um þingið.
Jafnframt segir að mikilvægt sé að um þessi gildi ríki almenn sátt í samfélaginu og því hafi ráðherra ákveðið að helga heilbrigðisþingið umræðu um þetta mikilvæga málefni.
Heilbrigðisþing er öllum opið og hvetur ráðherra sérstaklega öll þau sem láta sig heilbrigðismál varða að taka þátt. Þinginu verður streymt á vefsvæðinu www.heilbrigdisthing.is.
Fáir þurfa að reiða sig jafn mikið á þjónustu heilbrigðiskerfisins og öryrkjar, og við hvetjum fólk til að skrá sig og mæta til að hafa áhrif.
Skráning á þingið fer fram hér.