Reglur bæjarins voru áþekkar reglum Kópavogsbæjar, það er, að leigjendur í félagslegu húsnæði á vegum bæjarins áttu ekki rétt á sérstökum húsnæðisstuðning.
Bæjarfulltrúi Viðreisnar lagði af þessu tilefni fram eftirfarandi fyrirspurn:
Í ljósi nýlegs úrskurðar Úrskurðarnefndar velferðarmála er varðar reglur um sértækan húsnæðisstuðning í Kópavogi, vill Viðreisn leggja fram eftirfarandi fyrirspurn:
1. Ætlar Hafnarfjarðarbær að breyta reglum um sértækan húsnæðisstuðning í samræmi við úrskurðinn og ef svo er, hvenær má vænta niðurstöðu?
2. Varðandi afgreiðslu umsókna um sértækan húsnæðisstuðning óskum við eftir að fá gögn yfir afgreiðslu mála, þ.e. a) Hversu mörg mál hafa verið afgreidd með samþykki, b) Með synjun og c) Með mál fellt niður.
3. Hversu mörgum einstaklingum hefur verið synjað um sértækan húsnæðisstuðning á grundvelli þessarar reglu sem nú hefur verið úrskurðuð ólögmæt?
4. Hafa þeir einstaklingar sem fengu synjun á grundvelli umræddrar reglu verið upplýstir um ólögmæti hennar og ef ekki, hvenær og hvernig er stefnt að því?
Samkvæmt þeim upplýsingum sem ÖBÍ hefur aflað sér, stendur ekki til að auglýsa þessa breytingu sérstaklega á heimasíðu bæjarins.
Uppfærðar reglur um sérstakan húsnæðisstuðning má finna hér.