Skip to main content
FréttStafrænt aðgengi

Hægt að fá stafræn örorkuskírteini í fyrsta sinn

By 19. júní 2023október 30th, 2024No Comments

Nú er hægt að nálgast stafræn örorkuskírteini á Ísland.is. Áður hafði einungis verið hægt að fá plastskírteini á vef Tryggingastofnunar ríkisins en með breytingunni getur sá hópur sem er með 75% örorkumat fengið skírteinin í snjallsíma.

„Ég trúi því að sta­f­rænt ör­orku­skír­teini verði til þæg­inda fyr­ir okk­ur öll sem not­um snjallsíma og það er mjög ánægju­legt að þetta skref hafi nú verið tekið af TR,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ réttindasamtaka, um breytinguna.

Að meðaltali hefur TR gefið út um 600 platskírteini í hverjum mánuði frá því í ágúst 2022. Að mati Huldar Magnúsdóttur, forstjóra TR, mun þessi stafræni möguleiki bæta aðgengi að þjónustu og koma sér vel.

Örorkuskírteinið er ekki ígildi persónuskilríkja. Það má þó nýta til að nálgast ýmsa afslætti hjá fyrirtækjum og stofnunum. ÖBÍ hefur tekið saman lista yfir fjölmarga staði sem bjóða slíka afslætti og má nálgast listann með því að ýta á þennan hlekk:

Afslættir