Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, ásamt öðrum forystumönnum Öryrkjabandalags Íslands, átti fund með forystufólki verkalýðshreyfingarinnar á föstudag.
Aðilar fóru yfir snertifleti í baráttumálum og sameiginleg mál. Fundurinn var góður að sögn og er stefnt að því að forysta ÖBÍ og forysta verkalýðshreyfingarinnar komi saman að nýju innan tíðar.
Af hálfu ÖBÍ sóttu fundinn Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, Halldór Sævar Guðbergsson, varaformaður ÖBÍ, og Bergur Þorri Benjamínsson, gjaldkeri ÖBÍ. Frá verkalýðsforystunni komu Drífa Snædal, forseti ASÍ, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands og Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður BHM. Að auki sat fundinn Sigríður Hanna Ingólfsdóttir, félagsráðgjafi hjá ÖBÍ.