Skip to main content
Frétt

Fyrsta vinnustofa Nordic Platform for Civil Society haldin í Sigtúni

Fundargestir á vinnustofunni stilla sér upp fyrir hópmynd.

Fyrsta vinnustofa Nordic Platform for Civil Society var haldin í fundarherbergjum ÖBÍ réttindasamtaka í dag. Þar komu saman fulltrúar íslenskra félagasamtaka, dönsku hugveitunnar Tænketanken Mandag Morgen og dönsku stofnunarinnar DIVE.

Málefni fólks í viðkvæmri stöðu á Íslandi voru til umræðu á fundinum og samstarf félagasamtaka í málaflokknum sömuleiðis. Góður samhljómur var á meðal fundargesta.

Á vinnustofunni gafst fundargestum tækifæri til þess að koma að mótun þeirra áherslna sem unnið verður með í framhaldinu.

Til stendur að halda sambærilegar vinnustofur á öðrum Norðurlöndum þar sem staðan í hverju landi fyrir sig verður tekin fyrir áður en fundað er um stöðuna og samstarfið á Norðurlöndum í heild.