Skip to main content
Frétt

Frestur framlengdur til 22. september

By 18. september 2017No Comments

Undirbúningur fyrir afhendingu Hvatningarverðlauna ÖBÍ 2017 er hafinn. Verðlaunin verða afhent á Hilton Reykjavík Nordica 4. desember. Fresturinn til að skila inn tilnefningum til verðlaunanna rann út fyrir helgi. Nú hefur verið ákveðið að framlengja frestinn til föstudagsins 22. september.

Verðlaunaflokkarnir eru þrír:

  • Einstaklingar
  • Fyrirtæki/stofnanir
  • Umfjöllun/kynningar

Verðlaunin eru veitt þeim sem þykja hafa skarað fram úr og endurspeglað nútímalegar áherslur um jafnrétti, sjálfstætt líf og þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu og stuðlað að einu samfélagi fyrir alla.

Hægt er að senda tilnefningar rafrænt á eyðublaði sem finna má á heimasíðu ÖBÍ á slóðinni:

http://www.obi.is/is/um-obi/hvatningarverdlaun-obi/hvatningarverdlaun-eydublad

Einnig má prenta eyðublaðið út og senda í hefðbundnum pósti til Kristínar M.Bjarnadóttur starfsmanns nefndar um hvatningarverðlaunin á skrifstofu ÖBÍ í Sigtúni 42, 105 Reykjavík.

Hér er frétt um verðlaunaafhendinguna í fyrra

Hér má lesa um verðlaunahafa fyrri ára

Hér má lesa um tilnefningar fyrri ára