Skip to main content
Frétt

Flug: Er aðgengið í lagi?

By 21. september 2018No Comments

Nýverið tóku fulltrúar ÖBÍ út aðgengi í flugvélum Icelandair á viðhaldsstöðinni á Keflavíkurflugvelli. Tilgangurinn var ekki síst að athuga salernin, en vitað er að margt hreyfihamlað fólk neitar sér um mat og drykk fyrir flug og um borð vegna þröngrar aðstöðu. 

Hér má fylgja fulltrúum ÖBÍ eftir í þessum leiðangri og lesa niðurstöðurnar í lok ferðar:

 

Aðgengi í flug 

Mynd 1

Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar lsh. og Ingveldur Jónsdóttir, formaður málefnahóps ÖBÍ um aðgengi.

Aðgengi í flug

Mynd 2

Bergur Þorri fer yfir málin með Þorbjörgu Björnsdóttur frá Icelandair. Í baksýn sést lyftubíll fyrir hjólastólanotendur.

Aðgengi í flug

Mynd 3

Um borð í lyftubílnum.

Aðgengi í flug

Mynd 4

Ingveldur fer um borð í flugvélina.

Aðgengi í flug

Mynd 5

Svokallaður gangastóll er um borð í öllum flugvélum.

Aðgengi í flug

Mynd 6

Starfsmaður Icelandair ekur Bergi Þorra í gangastólnum.

Aðgengi í flug

Mynd 7

Salernin hafa merki hreyfihamlaðra og því er gefið til kynna að þau séu vel aðgengileg.

Aðgengi í flug

Mynd 8

Salernisrýmið er þröngt og grunnt. Hurðaropið er 46  sm breitt, gólfbreiddin er um 64 sm og gólfdýptin um 61.sm, með fyrirvara um skekkju í mælingum. Bæta mæti aðgengi fyrir marga með því að bæta við handstoð á vegginn vinstra megin á myndinni, í sömu hæð og vaskurinn.

Aðgengi í flug

Mynd 9

Ekki er hægt að fara inn á stólnum og loka eftir sér. Því verður aðstoðarmaður eða flugfreyja/-þjónn að taka út stólinn og loka dyrunum eftir að farþeginn hefur komið sér fyrir á salerninu.

 

Aðgengi í flug

Mynd 10

Salernisaðstaðan er afar erfið til athafna.

Niðurstöður

Salernin um borð í flugvélum Icelandair geta ekki talist aðgengileg. Flestir sem geta staðið upp úr hjólastólnum eiga að geta notað aðstöðuna, ekki síst þegar búið er að bæta við auka handstoð á vegginn. Það mun verða gert eftir þessa úttekt. En þeir sem ekki geta staðið upp munu vart geta notað salernin, þar sem ekki er pláss til að snúa sér í rýminu.

Hér ber að athuga að ekki er gerð krafa um að salerni séu aðgengileg í flugvélum með einum gangi eins og hér voru skoðaðar, samkvæmt evrópskum eða bandarískum reglugerðum um flugsamgöngur.

Í breiðþotum með tveimur göngum er aftur á móti þess krafist í reglugerðunum að a.m.k. eitt salerni um borð sé fyllilega aðgengilegt. Íslensku flugfélögin eiga í dag sjö breiðþotur. Icelandair á fjórar Boeing 767-300 vélar og WOW á þrjár Airbus A330 vélar. Skoða þarf sérstaklega hversu vel þær uppfylli þessi skilyrði.

Vitaskuld væri þó æskilegt að fullaðgengileg salernisaðstaða væri í öllum vélum íslensku flugfélaganna. Héðan eru öll utanríkisflug löng og tafir geta verið drjúgar vegna veðurs. Þá er oft ómögulegt að halda í sér.

 

Texti og myndir: Stefán Vilbergsson