ÖBÍ réttindasamtök þakka fjórar tilnefningar til Lúðursins. Um er að ræða efni unnið af auglýsingastofunni ENNEMM fyrir bandalagið. Um frábært samstarf hefur verið að ræða sem skilað hefur sér ríkulega fyrir ÖBÍ. Takk!
Endurmörkun bandalagsins er tilnefnd í flokki mörkunar, herferðin ̶örorka í flokki herferða til almannaheilla og bæði umhverfisauglýsingin Vekið mig og útvarpsauglýsingin Bráðum koma í opnum flokki til almannaheilla.
Hér má sjá allar tilnefningar til Lúðursins í ár en verðlaunin verða veitt í Háskólabíó í kvöld.
Nánar um nýja ásýnd og nýjan tón
Aðalliturinn í nýrri ásýnd er fjólublár, sem er orðinn einkennislitur réttindabaráttu fatlaðs fólks víða um heim. Hann er alþjóðlegt tákn fyrir hugrekki og nýja nálgun í baráttunni fyrir jöfnum réttindum og samfélagslegri þátttöku á forsendum hvers og eins. Um leið er sleginn upphafstónn nýrrar hugsunar í markaðsefni ÖBÍ sem gengur út á áherslu á hið jákvæða. Þannig fá neikvæð forskeyti hvíld meðan jákvæða hlutanum er haldið fram. Lesa má nánar um mörkunina hér.