Þær fordæmalausu aðstæður sem við lifum nú, kalla á nýja hugsun og nálgun þar sem velferð fólks verður að vera í fyrirrúmi. Með hækkun örorkulífeyris til samræmis við lágmarkslaun, vinnum við okkur hraðar út úr þeim þrengingum sem nú blasa við.
Sinnuleysi síðasta áratugar um kjör öryrkja má ekki halda áfram í skjóli núverandi kreppu. Nú munar um 80 þúsund krónum á örorkulífeyri og lágmarkslaunum og útlit er fyrir að kaupmáttur lífeyris minnki enn frekar, eftir að hafa nánast staðið í stað á kjörtímabili núverandi ríkisstjórnar.
Örorkulífeyrinn hefur dregist mikið aftur úr kjörum annarra hópa s.s. launaþróun á vinnumarkaði, lágmarkstekjutryggingu í dagvinnu og atvinnuleysisbótum. „Nauðsynlegt er að fjárhæðir almannatrygginga fylgi launahækkunum kjarasamninga til að draga úr ójöfnuði og til að tryggja megi afkomu fólks.“[1]
Grunnlífeyrir hækki um 41.000 kr. á árinu 2020. Framfærsluviðmiðið hækki um sömu krónutölu og sama tíma. Tillagan er í samræmi við tillögu BSRB um hækkun örorku- og endurhæfingarlífeyris í umsögn BSRB um þingmál 726 og 724.
|
Árið 2019 |
Hækkun 1.1.2020
|
Viðbótarhækkun 15.373 kr. afturvirkt frá 1.1.2020
|
24.000 kr. afturvirkt frá 1.4.2020 |
Hækkun |
|
1.627 kr. |
15.373 kr. |
24.000 kr. |
Grunnlífeyrir |
46.481 kr. |
48.108 kr. |
63.481 kr. |
87.481 kr. |
Óskertur örorkulífeyrir |
247.183 kr. |
255.834 kr. |
271.207 kr. |
295.207 kr. |
[1] Umsögn BSRB um frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 2020, sbr. lög nr. 26/2020,
724. mál og frumvarp til laga um frekari aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum í
kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru, 726. mál. https://www.althingi.is/altext/erindi/150/150-1880.pdf