Góður hópur mætti á námskeiðið „Fjárlagafrumvarpið krufið“ í Mannréttindahúsinu í gær þar sem Ágúst Ólafur Ágústson hagfræðingur kafaði í frumvarpið og leiðbeindi um umsagnagerð og hagsmunagæslu. Námskeiðið var hluti af fræðsluröð ÖBÍ réttindasamtaka fyrir aðildarfélög. Á næstunni verður farið yfir sáttamiðlun, stöðu sveitarfélaga og verkefnastjórnun.
Ágúst Ólafur, sem hélt utan um fræðslu gærdagsins, er hagfræðingur, lögfræðingur og með meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu (MPA). Hann hefur gegnt fjölmörgum ábyrgðarstörfum í gegnum tíðina m.a. var hann varaformaður fjárlaganefndar 2017-2019, fjármála-og hagfræðiráðgjafi hjá Capacent ehf. 2014-2016 og efnahags-og atvinnuráðgjafi forsætisráðherra 2012-2013, formaður viðskiptanefndar 2007-2009, varaformaður allsherjarnefndar, varaformaður heilbrigðis-og tryggingarnefndar 2007-2009. Ágúst er stundakennari við stjórnmálafræðideild HÍ og fyrrum alþingismaður.
Á námskeiðinu var rýnt í fyrirliggjandi fjárlagafrumvarp, farið yfir nákvæmlega hvað fjárlagafrumvarp er, hvernig skal lesa það og hvernig sé best að gæta hagsmuna svo fátt eitt sé nefnt.