Í ávarpi sínu við upphaf ráðstefnunnar sagði António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna að af þeim 185 ríkjum sem hefðu fullgilt samninginn, hefði 92% þeirra sett sérstaka löggjöf um fatlað fólk, þar með talin löggjöf um aðgengi.
Yfir 60% ríkja hefðu tekið upp löggjöf um bann við mismunun fatlaðs fólks á vinnumarkaði. Heimsfaraldur Covid hefði því miður haft mikil áhrif. Jafnvel fyrir hann, hefði staða fatlaðs fólks verið þannig að það væri ólíklegra til að hafa jafnan aðgang að menntun, heilbrigðisþjónustu og atvinnu, og líklegra til að lifa við fátækt, og vera frekar útsett fyrir ofbeldi, vanrækslu og misnotkun.
Á ráðstefnunni voru þrjú megin mál til umfjöllunar.
Í fyrsta lagi hvernig nýta megi tækni til að ýta undir þátttöku allra, í öðru lagi setti ráðstefnan í öndvegi að ýta undir fjárhagslega valdeflingu fatlaðs fólks og nýsköpun, til að efla og ýta undir þátttöku fatlaðs fólks á jafnréttisgrundvelli á vinnumarkaði. Í þriðja lagi setti ráðstefnan á oddinn þátttöku fatlaðs fólks og hagsmunasamtaka þeirra í baráttunni gegn loftslags vánni.
Í lok ávarps síns sagði Guterres:
Þór Þórarinsson, sérfræðingur í félags- og vinnumarkaðs ráðuneytinu, ávarpaði ráðstefnuna fyrir hönd ráðherra.
Hann sagði að ríkisstjórnin hefði ákveðið að lögfesta SRFF og að talsverð vinna hefði verið lögð í að kortleggja og greina núverandi löggjöf um þjónustu við fatlað fólk, svo þau tækifæri jafnt sem áskoranir sem ríkisstjórnin stæði frammi fyrir við að ná því markmiði, væru ljós.
Í lok ávarps síns sagði Þór: