Eins og komið hefur fram í fréttum gat verið um umtalsverðar upphæðir að ræða fyrir þá sem höfðu gengið frá pöntun á nýjum bíl, en ekki fengið afhentan. Fyrir suma gat upphæðin verið á aðra milljón.
Ráðherra hefur nú ákveðið að breyta reglugerð um styrki vegna kaupa á sérútbúnum bifreiðum. Hámarks fjárhæð styrks var áður 5 milljónir, en verður 6 milljónir eftir breytingu. Ekki kemur fram í frétt Félagsmálaráðuneytisins hvort um tímabundnar ráðstafanir er að ræða, eða til frambúðar. Reglugerðin sjálf hefur ekki verið birt.