Skip to main content
Frétt

Evrópuþing um málefni fatlaðs fólks haldið í annað sinn

By 22. nóvember 2024No Comments

Evrópuþingið boðar sérstaka viku þar sem málefni fatlaðs fólks verða í hávegum höfð dagana 2. til 6. desember. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef EDF, Evrópusamtaka fatlaðs fólks, sem ÖBÍ réttindasamtök eiga aðild að.

Í tilkynningu segir að Evrópuþingið vilji sýna fram á staðfestu sína í málaflokknum og boðað hefur verið til málstofa um hin ýmsu mál.

Meðal annars verður rætt um stöðu fatlaðra kvenna, samspil gervigreindar og fötlunar, atvinnuþátttöku fatlaðs fólks og samfélagsþátttöku.

Dagskrána í heild má nálgast á hlekknum hér að neðan:

https://www.europarl.europa.eu/committees/en/european-parliament-s-second-disability-/product-details/20241017EOT08483#:~:text=European%20Parliament’s%20second%20Disability%20Rights%20Week%20%2D%20from%202%20to%206%20December%202024,-Other%20events%20EMPL&text=The%20European%20Parliament%20is%20committed,be%20fully%20integrated%20into%20society.