Evrópuþingið boðar sérstaka viku þar sem málefni fatlaðs fólks verða í hávegum höfð dagana 2. til 6. desember. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef EDF, Evrópusamtaka fatlaðs fólks, sem ÖBÍ réttindasamtök eiga aðild að.
Í tilkynningu segir að Evrópuþingið vilji sýna fram á staðfestu sína í málaflokknum og boðað hefur verið til málstofa um hin ýmsu mál.
Meðal annars verður rætt um stöðu fatlaðra kvenna, samspil gervigreindar og fötlunar, atvinnuþátttöku fatlaðs fólks og samfélagsþátttöku.
Dagskrána í heild má nálgast á hlekknum hér að neðan: