Svo er það sama uppá teningnum hjá stjórnvöldum sem fá 181.050 kr. í jólakjararáðsbónus (orlofsuppbót innifalin, ef rétt reynist).
Við hljótum að geta gert betur við þá sem höllustum fæti standa í okkar samfélagi. Ég hreinlega skammast mín fyrir að vera hluti af samfélagi sem kemur svona fram við okkar veikustu bræður og systur.
Ég skora á stjórnvöld að gera betur. Ég skora á Alþingi, ef einhver vottur er af sjálfsvirðingu eftir, að skattleggja ekki fátækt. Allavega ekki í desember. Í það minnsta að taka ykkur ekki meira en þið eruð tilbúin að skammta öðrum.