Málið snérist um að kærandi, sem er fatlaður einstaklingur sem nýtur sólarhrings aðstoðar frá bæjarfélaginu, bar kostnað við fæði starfsmanna þeirra sem honum sinntu og borðu með honum á matmálstímum. Kærandi fékk endurgreitt frá bænum miðað við eina máltíð á dag, að upphæð 370 krónur fyrir hverja máltíð.
Kærandi krafðist þess að ákvörðun velferðar og mannréttindaráðs Akraneskaupstaðar, frá 5 desember 2018, verði tekin til endurskoðunar þar sem engin heimild sé til staðar fyrir sveitarfélagið að krefjast kostnaðahlutdeildar hans í fæðiskostnaði starfmanna sveitarfélagsins, og miða endurgreiðslur við fæðispeninga samkvæmt kjarasamningi.
Í röksemdafærslu réttindagæslumanns, sem rak málið fyrir kæranda, kemur fram að hvergi sé að finna heimild fyrir því í lögum að krefja megi þjónustonotendur, sem fái einstaklingsbundna aðstoð, um hlutdeild í fæðsiskostnaði starfsfólks og að sjálfsákvörðunarréttur þeirra og frelsi í matarvali sé takmarkaður að frekara efnum en ætla meig að hljótist almennt af takmörkuðum ráðum þierra í formi lífeyrisgreiðslna.
Í röksemdum Akraneskaupstaðar kemur fram að greiðsla þessi hafi átt stoð í reglugerð um þjónustu við fatlað fólk á heimili sínu. Þar hafi verið kveðið á um að: „Beri einstaklingur kostnað af fæði starfsmanns skal þjónustuaðili endurgreiða þann kostnað. Miðað skal við kostnað sem er greiddur vegna fæðis aðstoðarfólks, þ.e. fæðispeningar samkvæmt kjarasamningum.“
Breyting hafi verið gerð á þessari reglugerð árið 2016, þar sem meðal annars þetta ákvæði hafi fallið brott. Félagsmálaráðuneytið hafi ekki sett annað viðmið í stað þess sem fyrr hafi verið. Það hafi því ekki verið lagt til nýtt viðmið um endurgreiðslu Akraneskaupstaðar, en fjárhæðir hafi verið uppfærðar til samræmis við breytingar á greiðslum og uppbótum í kjarasamningi.
Í niðurstöðu úrskurðarnefndar velferðarmála segir að í 3ja kafla laga nr. 38/2018 sé fjallað um búsetu, en þar segir í 1.mgr. 9.gr. að fatlað fólk eigi rétt á húsnæði í samræmi við þarfir þess og óskir, og félagslegri þjónustu sem gerir því kleift að búa á eigin heimili og stuðlar að fullri aðlögun þess og þátttöku í samfélaginu. Fyrir liggi í málinu að búsetuform kæranda sé á grundvelli þessarar lagagreinar. Í 8.gr sömu laga kemur fram að fötluðu fólki skuli standa til boða stoðþjónusta sem er nauðsynleg þátttöku þeirra í samfélaginu, án aðgreiningar þannig að það standi til jafns við aðra og komið verði í veg fyrir félagslega einangrun þess. Í ákvæðinu er ekki kveðið á um að fatlaður einstaklingur skuli bera kostnað af þeirri stoðþjónustu sem sveitarfélag veitir.
Í niðurstöðunni segir að samkvæmt lögmætisreglu, meginreglu á sviði stjórnsýsluréttar, sem sækir stoð sína í stjórnarskrá, verði ákvarðanir stjórnvalda annars vegar að eiga sér stoð í lögum, og hins vegar ekki fara í bága við lög. Með vísan til þessa verði ekki séð að lagaheimild sé fyrir greiðsluþátttöku kæranda í fæðskostnaði starfsmanna sveitarfélagsins, sé sá kostnaður hluti af stoðþjónustu sveitarfélagsins við kæranda í skilningi 8. Gr. Laganna. Hin kærða ákvörðun er því felld úr gildi og málinu vísað til nýrrar meðferðar sveitarfélagsins.