Skip to main content
Frétt

Breytingar um áramót

By 4. janúar 2021No Comments
Nú um áramótin taka að venju ýmsar breytingar gildi. Hér verður stiklað á þeim helstu sem skipta máli fyrir okkur.
Sú helsta er að lífeyrir almannatrygginga hækkar um 3.6% fyrir alla.
Lífeyrisgreiðslur hækka sérstaklega til um 8.000 einstaklinga.

Um áramótin tók gildi lagabreyting þar sem breyting verður á útreikningi sérstakrar uppbótar til framfærslu. Í stað þess að öll tekjutrygging komi til frádráttar við þann útreikning, mun nú 95% hennar dragast frá. Þetta gagnast þeim sem engar aðrar tekjur hafa.

Fjárhæðir verða eftirfarandi fyrir árið 2021:

Örorkulífeyrir verður 49.840 að hámarki á mánuði.

Tekjutrygging verður 159.604 að hámarki á mánuði.

Aldurstengd örorkuppbót verður 49.840 (100%) að hámarki á mánuði.

Heimilisuppbót verður 53.948 að hámarki á mánuði.

Lágmarks framfærslutrygging (vegna sérstakrar uppbótar til framfærslu) verður 333.258 kr. á mánuði hjá þeim sem fá greidda heimilisuppbót, 265.044 kr. annars.

Greiðsluþátttaka sjúkratrygginga eykst.

Frá og með 1. janúar mun greiðsluþátttaka sjúkratrygginga í kostnaði við tannlækningar öryrkja hækka úr 50% í 57%. Stefnt er að því að hlutdeild sjúkratrygginga í þessum kostnaði verði orðin 75% árið 2024.

Hækkun tekju- og eignamarka vegna sérstaks húsnæðisstuðnings.

Félagsmálaráðuneytið hefur uppfært tekju- og eignaviðmið í leiðbeiningum til sveitarfélaga um framkvæmd sérstaks húsnæðisstuðnings. Tekju- og eignamörk hækka um 3,6% á milli ára og eru nýju tekjumörkin eftirfarandi:

Fjöldi heimilis-
manna
Neðri tekjumörk
á ári
Efri tekjumörk
á ári
Neðri tekjumörk
á mánuði
Efri tekjumörk
á mánuði

1

4.165.730

5.207.163

347.144

433.931

2

5.509.514

6.886.893

459.126

573.908

3

6.450.163

8.062.704

537.514

671.892

4 eða fleiri

6.987.676

8.734.595

582.307

727.883

 

Eignamörk hækka úr 5.971.000 kr. í 6.186.000 kr. á milli ára.

Félagsmálaráðuneytið beinir þeim tilmælum til sveitarfélaga að taka mið af þessari hækkun við endurskoðun reglna þeirra um sérstakan húsnæðisstuðning.