Skip to main content
Frétt

Breyting á reglugerð um bifreiðastyrki.

By 22. september 2021No Comments
P-merkt bílastæði
Þann fyrsta september síðastliðinn, tók gildi ný reglugerð um styrki og uppbætur til hreyfihamlaðra einstaklinga vegna kaupa og reksturs bifreiða. Helstu breytingar eru þær að nú eiga þeir sem taka endurhæfingalífeyri rétt skv. reglugerðinni, og hjón eða sambýlisfólk geta fengið styrk til kaupa á sameiginlegri bifreið. Réttur þeirra sem taka endurhæfingalífeyri nær aðeins til reksturs bifreiða, ekki kaupa.

Þá er einnig sú breyting að þar sem fleiri en eitt hreyfihamlað barn er í sömu fjölskyldu og sem búa á sama heimili, geta fengið styrk vegna hvers barns til kaupa á einum bíl. Í þeim tilfellum skulu framfærendur barnanna sýna fram á að fjölskyldan þurfi stærri bifreið vegna sérstaks búnaðar eða hjálpartækja sem börnin nota að staðaldri.

Þeir sem ekki hafa átt bíl í 10 ár, fá nú jafn háan styrk til kaupa á bíl og þeir sem eru að kaupa í fyrsta skipti, eða kr 720.000.

Reglugerðina í heild sinni má finna hér.