Skip to main content
Frétt

Bergþór H Þórðarson nýr varaformaður ÖBÍ.

By 5. október 2020No Comments
Bergþór H Þórðarson, sem verið hefur formaður málefnahóps um kjaramál, var um helgina kjörinn varaformaður ÖBÍ á aðalfundi bandalagsins. Hann tekur við af Halldóri Sævari Guðbergssyni, sem lætur af embætti eftir margra ára störf innan ÖBÍ.  Þá var Jón Heiðar Jónsson kjörinn gjaldkeri bandalagsins til næstu tveggja ára. Bergur Þorri Benjamínsson lét af því embætti eftir fjölda ára í stjórn. Þuríður Harpa Sigurðardóttir þakkaði þeim Halldóri og Bergi sérstaklega fyrir þeirra óeigingjörnu störf í gegnum árin og færði blómvönd.

 

Aðalfundurinn fór fram við sérstakar aðstæður, og meirihluti fundarmanna sat heima og tók þátt í fundinum gegnum fjarfundabúnað, og rafrænt kosningakerfi. Var það mál manna að þessi framkvæmd hefði gengið vel.

Á aðalfundinum var jafnframt kosið um 7 sæti í aðalstjórn Öryrkjabandalagsins. 

Þeir sem hlutu kosningu voru:

Fríða Bragadóttir, Samtökum sykursjúkra, með 97 atkvæði,

Sigþór Hallfreðsson, Blindrafélaginu, með 97 atkvæði,

Elva Dögg Gunnarsdóttir, Tourette samtökin, með 94 atkvæði,

Eiður Welding, CP félagið, með 83 atkvæði,

Dóra Ingvadóttir, Gigtarfélaginu, með 82 atkvæði,

Snævar Ívarsson, Félagi lesblindra á Íslandi með 82 atkvæði,

Ingibjörg  Snjólaug Snorra Hagalín, MS félag Íslands, með 81 atkvæði.

Kosið var um 3 varamenn í stjórn, og kjöri náðu:

Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir, Fjólu, Vilhjálmur Hjálmarsson, ADHD, og Fríða Rún Þórðardóttir, Astma og ofnæmissamtökunum.

Einnig var kosið um formann málefnahóps um atvinnu og menntamál, til eins árs, og þar var kjörin Áslaug Ýr Hjartardóttir, Fjólu og formann málefnahóps um kjaramál, sökum þess að formaður þar var Bergþór H Þórðarson. Þar var kjörinn Atli Þór Þorvaldsson, Parkinssonsamtökunum.