Skip to main content
FréttHvatningarverðlaun

Ferðamálastofa hlýtur Hvatningarverðlaun ÖBÍ 2022

By 3. desember 2022desember 5th, 2022No Comments

Hvatningarverðlaun ÖBÍ árið 2022 voru veitt við hátíðlega athöfn á Grand hótel í Reykjavík í dag í tilefni af alþjóðadegi fatlaðs fólks.

ÖBÍ réttindasamtök óska Ferðamálastofu innilega til hamingju með Hvatningarverðlaun ársins 2022. Ferðamálastofa hlýtur verðlaunin í ár fyrir verkefnið „Gott aðgengi í ferðaþjónustu“.

Verkefnið ýtir undir þátttöku, sjálfstæði og jafnrétti fatlaðs fólks og stuðlar að einu samfélagi fyrir alla – og er í senn metnaðarfullt og tímabært. Með framsýni stuðlar Ferðamálastofa að nýrri nálgun og hugsunarhætti í ferðaþjónustu á landsvísu. Strax í upphafi hafði stofan frumkvæði að því að leiða saman ólíka aðila til samstarfs og tryggja þannig gæði verkefnisins.

Gott aðgengi fyrir fatlað fólk leiðir af sér betra aðgengi fyrir alla. Aðgengi fyrir alla að ferðaþjónustu er mannréttindamál og ætti að vera hluti af ábyrgri starfsemi allra fyrirtækja – til hamingju!

Þá óska ÖBÍ réttindasamtök öllum hinum tilnefndu til hamingju. Tilnefnd voru:

Arna Sigríður Albertsdóttir
– vitundarvakning, hreyfing og íþróttaiðkun fatlaðs fólks

Ferðamálastofa
– verkefnið „Gott aðgengi í ferðaþjónustu“

Harpa Cilia Ingólfsdóttir
– framlag til aðgengismála fatlaðs fólks

Helga Eysteinsdóttir
– náms- og starfsendurhæfing fatlaðs fólks

Ingi Þór Hafsteinsson
– frumkvæði að veiðiferðum fatlaðra barna

Piotr Loj
– þjálfun og upplifun fyrir fatlað fólk í gegnum sýndarveruleika

Rannveig Traustadóttir
– framlag til réttindabaráttu fatlaðs fólks

Sylvía Erla Melsted
– vitundarvakning, lesblinda

Hér að neðan má horfa á upptöku af athöfninni.