„Ferðafélagið Útivist hefur unnið að því að koma upp aðstöðu fyrir hreyfihamlaða í útivistarparadísinni, Básum á Goðalandi. Stórir og miklir pallar eru á milli skála, fláar víða, salerni með stoð og handföngum og rúmstæði á neðri hæð“ og „Á Útivist þakkir skildar fyrir að huga að aðgengismálum í Básum og gefa þar með hreyfihömluðu fólki tækifæri til að upplifa með fjölskyldu og vinum einstaka náttúrufegurð í fjallasal jökla og móbergshnúka.“
Málefnahópur ÖBÍ um aðgengi hvetur ferðaþjónustuaðila til að taka sér þessa framkvæmd ferðafélagsins til fyrirmyndar. Hægt er að fá ráðleggingar hjá Stefáni Vilbergssyni, verkefnastjóra hjá ÖBÍ. Einnig má sjá grunnleiðbeiningar í leiðbeiningarritinu Algild hönnun utandyra sem málefnahópurinn gaf út 2017. Sé þess óskað er ritið sent í pósti.