Skip to main content
Frétt

Ályktun heilbrigðishóps ÖBÍ

By 15. febrúar 2016júní 8th, 2023No Comments
Nýstofnaður málefnahópur ÖBÍ um heilbrigðismál samþykkti á fundi sínum 9. febrúar 2016 eftirfarandi ályktun um stuðning við undirskriftarsöfnunina „Endurreisum heilbrigðiskerfið“

Heilbrigðismál á Íslandi eru í verulegu fjársvelti. Fólk fær ekki, sjaldan eða jafnvel of seint þá meðferð sem það þarfnast og biðlistar eftir skurðaðgerðum hafa lengst. Aldraðir liggja á spítölum af því að úrræði vantar fyrir þá sem ekki komast heim eftir sjúkrahúsdvölina. Auk þessa hefur heilbrigðisstarfsfólk gefist upp á ástandinu og flutt af landi brott.

Það hefur valdið miklum vonbrigðum hversu erfitt hefur reynist að fá áheyrn um alvarlega stöðu í heilbrigðismálum á Íslandi og hreyfa við þeim sem stýra landinu okkar. Ein leið til að ná athygli stjórnmálamanna virðist vera að standa fyrir undirskriftasöfnun.

Heilbrigðishópur ÖBÍ lýsir yfir stuðningi sínum við undirskriftarsöfnunina „Endurreisum heilbrigðiskerfið“ og tekur heilshugar undir slagorð söfnunarinnar um að Alþingi verji árlega 11% af vergri landsframleiðslu til reksturs heilbrigðiskerfisins.

Heilbrigðishópur ÖBÍ hvetur landsmenn til að rita nafn sitt undir þessi orð og þar með krefjast endurreisnar heilbrigðiskerfis okkar.

Ekkert um okkur án okkar!

Ellen Calmon, formaður ÖBÍ

Guðbjörg Kristín Eiríksdóttir, formaður málefnahóps ÖBÍ um heilbrigðismál